4.2
3 of 3
Glæpasögur
Fjórir menn hittast á bar í Stokkhólmi vegna fyrirhugaðra áætlana samtaka um þjóðernissósíalíska byltingu í landinu. Tilveru þeirra er ógnað og aðgerða er þörf.
Nokkrum árum síðar er þriggja ára stúlka í Arild á Skáni myrt í garðinum heima hjá sér. Lögreglufulltrúinn Olivia Rönning grunar að morðið tengist mótmælum vegna málefna flóttamanna í landinu en eftir ógnandi samskipti við mótorhjólagengi í Arild leitar Olivia til Mette Olsäter, vinkonu sinnar í ríkislögreglunni. Þegar sjö ára drengur er drepinn með sama hætti á Värmdö óttast þær að sami gerningsmaður sé að verki. Tom Stilton, fyrrum lögreglumaður sem beitir óhefðbundnum aðferðum, reynist þeim haukur í horni.
Svört dögun er þriðja bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, eina vinsælustu glæpasagnahöfunda Svíþjóðar. Stórstreymi og Þriðja röddin nutu mikilla vinsælda enda er takturinn hraður og hörkuspennandi.
© 2024 JPV (Hljóðbók): 9789935295736
© 2024 JPV (Rafbók): 9789935295767
Þýðandi: Hilmar Helgu- og Hilmarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 juni 2024
Rafbók: 5 juni 2024
4.2
3 of 3
Glæpasögur
Fjórir menn hittast á bar í Stokkhólmi vegna fyrirhugaðra áætlana samtaka um þjóðernissósíalíska byltingu í landinu. Tilveru þeirra er ógnað og aðgerða er þörf.
Nokkrum árum síðar er þriggja ára stúlka í Arild á Skáni myrt í garðinum heima hjá sér. Lögreglufulltrúinn Olivia Rönning grunar að morðið tengist mótmælum vegna málefna flóttamanna í landinu en eftir ógnandi samskipti við mótorhjólagengi í Arild leitar Olivia til Mette Olsäter, vinkonu sinnar í ríkislögreglunni. Þegar sjö ára drengur er drepinn með sama hætti á Värmdö óttast þær að sami gerningsmaður sé að verki. Tom Stilton, fyrrum lögreglumaður sem beitir óhefðbundnum aðferðum, reynist þeim haukur í horni.
Svört dögun er þriðja bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, eina vinsælustu glæpasagnahöfunda Svíþjóðar. Stórstreymi og Þriðja röddin nutu mikilla vinsælda enda er takturinn hraður og hörkuspennandi.
© 2024 JPV (Hljóðbók): 9789935295736
© 2024 JPV (Rafbók): 9789935295767
Þýðandi: Hilmar Helgu- og Hilmarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 5 juni 2024
Rafbók: 5 juni 2024
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 171 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 171
Silla
8 juni 2024
Óhugnanleg, hræðileg, spennandi. Með betri glæpasögum sem ég hef hlustað á og lesturinn fullkominn og gerir bókina betri
Edvard
17 juni 2024
Leiðinleg
Kolfinna
12 juni 2024
Vel þýdd og lesari bókarinnar á verðlaun skilið. Aðskilur fyrir hvern hún er að lesa án þess að ýkja svakalega og nær manni alveg um leið!Mjög góðar bækur!
Þórgnýr
25 juni 2024
Ansi hreint vel lukkaður krimmi. 👌
Þórhalla
7 juni 2024
Vááá….- þessi var mögnuð 🤓 Ótrúlega góð og spennandi 🤩 Lestur uppá 10 👏👏 Mæli hiklaust með 😉
Magga
16 juni 2024
Fín saga en ekkert rosalega vel klippt
Lára
8 juni 2024
Í frábærum lestri Birnu
Sveinn
27 juni 2024
Fràbær bók og lestur
Hugrún Otkatla
29 juni 2024
Mögnuð saga
Guðný
25 juni 2024
Góð, og frábær lestur
Íslenska
Ísland