4.4
Skáldsögur
Kristófer hyggst loka veitingastað sínum í miðbæ Reykjavíkur vegna veirunnar, eftir áratuga farsælan rekstur. Sama dag berst honum óvænt vinabeiðni á Facebook – og tíminn nemur staðar. Það er líkt og áratugirnir gufi upp og hann hverfi aftur um fimmtíu ár, standi við læstar dyr um morgun í London – þegar hann uppgötvaði að þau voru farin.
Hann leggur af stað í ferð yfir þveran hnöttinn. Og um leið heldur hann á vit minninga um ástir, fornar og nýjar, leynd og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið, hugsjónir og veruleika, en undir kraumar spurning sem hefur leitað á hann í hálfa öld: Hvers vegna fóru þau án þess að kveðja?
Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er áhrifamikil skáldsaga sem gerist í Reykjavík og Tókýó samtímans og London á sjöunda áratugnum. Hér sýnir hann allar sínar bestu hliðar í glæsilega skrifaðri sögu sem rígheldur lesanda allt til óvæntra endaloka.
Snerting var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og sagði dómnefndin um bókina:
„Í Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er dregin upp sannfærandi mynd af samfélaginu og aðstæðum fólks af ólíkum uppruna. Nútíð og fortíð er listilega fléttað saman þannig að úr verður skáldsaga sem skiptir máli.“
„Snerting er án efa ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns. Frásögnin er meitluð og hófstillt en líka grípandi og flæðir afskaplega vel.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu
„Ofboðslega sterk saga sem hreyfði mjög mikið við mér.“ Sverrir Norland, Kiljunni
„Heillandi skáldsaga sem er óskaplega fallega skrifuð. ... Maður vill ekki hætta að lesa ... örugglega ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns – örugglega ein af bestu skáldsögum ársins.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„Heillandi bók sem snertir lesandann og hreyfir við honum.“ Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu
„Höfundi [tekst] á snilldarlegan hátt að grípa tíðarandann en jafnframt segja stórfenglega og fallega sögu. ... Ólafur Jóhann Ólafsson hefur sent frá sér fjölda góðra skáldsagna og er Snerting meðal þeirra betri sem ég hef lesið eftir hann. Hún heldur manni alveg við lesturinn, en það gerir hana sérstaklega góða hvað hún skilur mikið eftir sig.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Sæunn Gísladóttir, lestrarklefinn.is
„Það er erfitt annað en að hrífast með ... Eins og vel smíðuð hæka segir Snerting stærri sögu en virðist við fyrstu sín og sleppir lesandanum ekki auðveldlega.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir, Víðsjá
„Skrifuð af einstakri næmni og hlýju. Þetta er falleg saga. Steingerður Steinarsdóttir, Vikunni
„Undurfalleg bók og mjög áhrifamikil. Snerti mig djúpt.“ Silja Aðalsteinsdóttir
„Meiriháttar bók. Meistaraverk.“ Gísli Helgason
© 2021 Veröld (Hljóðbók): 9789935300898
© 2022 Veröld (Rafbók): 9789935300645
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 maj 2021
Rafbók: 17 februari 2022
Merki
4.4
Skáldsögur
Kristófer hyggst loka veitingastað sínum í miðbæ Reykjavíkur vegna veirunnar, eftir áratuga farsælan rekstur. Sama dag berst honum óvænt vinabeiðni á Facebook – og tíminn nemur staðar. Það er líkt og áratugirnir gufi upp og hann hverfi aftur um fimmtíu ár, standi við læstar dyr um morgun í London – þegar hann uppgötvaði að þau voru farin.
Hann leggur af stað í ferð yfir þveran hnöttinn. Og um leið heldur hann á vit minninga um ástir, fornar og nýjar, leynd og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið, hugsjónir og veruleika, en undir kraumar spurning sem hefur leitað á hann í hálfa öld: Hvers vegna fóru þau án þess að kveðja?
Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er áhrifamikil skáldsaga sem gerist í Reykjavík og Tókýó samtímans og London á sjöunda áratugnum. Hér sýnir hann allar sínar bestu hliðar í glæsilega skrifaðri sögu sem rígheldur lesanda allt til óvæntra endaloka.
Snerting var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og sagði dómnefndin um bókina:
„Í Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er dregin upp sannfærandi mynd af samfélaginu og aðstæðum fólks af ólíkum uppruna. Nútíð og fortíð er listilega fléttað saman þannig að úr verður skáldsaga sem skiptir máli.“
„Snerting er án efa ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns. Frásögnin er meitluð og hófstillt en líka grípandi og flæðir afskaplega vel.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu
„Ofboðslega sterk saga sem hreyfði mjög mikið við mér.“ Sverrir Norland, Kiljunni
„Heillandi skáldsaga sem er óskaplega fallega skrifuð. ... Maður vill ekki hætta að lesa ... örugglega ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns – örugglega ein af bestu skáldsögum ársins.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„Heillandi bók sem snertir lesandann og hreyfir við honum.“ Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu
„Höfundi [tekst] á snilldarlegan hátt að grípa tíðarandann en jafnframt segja stórfenglega og fallega sögu. ... Ólafur Jóhann Ólafsson hefur sent frá sér fjölda góðra skáldsagna og er Snerting meðal þeirra betri sem ég hef lesið eftir hann. Hún heldur manni alveg við lesturinn, en það gerir hana sérstaklega góða hvað hún skilur mikið eftir sig.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Sæunn Gísladóttir, lestrarklefinn.is
„Það er erfitt annað en að hrífast með ... Eins og vel smíðuð hæka segir Snerting stærri sögu en virðist við fyrstu sín og sleppir lesandanum ekki auðveldlega.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir, Víðsjá
„Skrifuð af einstakri næmni og hlýju. Þetta er falleg saga. Steingerður Steinarsdóttir, Vikunni
„Undurfalleg bók og mjög áhrifamikil. Snerti mig djúpt.“ Silja Aðalsteinsdóttir
„Meiriháttar bók. Meistaraverk.“ Gísli Helgason
© 2021 Veröld (Hljóðbók): 9789935300898
© 2022 Veröld (Rafbók): 9789935300645
Útgáfudagur
Hljóðbók: 20 maj 2021
Rafbók: 17 februari 2022
Merki
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 2112 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Notaleg
Rómantísk
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 2112
Fríða
30 maj 2021
Yndisleg bók 👏
Manfred
11 feb. 2024
Í bókinni er nokkuð mikið rætt um haiku ljóð. Eiginlega finnst mér bókin sjálf eins og haiku. Sagan er mjög fíngerð og sögð af mikilli næmni. Við kynnumst persónunum smátt og smátt á svo að segja náttúrulegan hátt. Mér finnst ég þekkja núna fólkið í sögunni og meira en það, ég kynntist smá broti af japanskri menningu sem mér er framandi. Takk kærlega fyrir mig
Lísa Rún
29 maj 2021
Betri bók en ég hélt í byrjun, soldið lengi að byrja en mikið er ég þakklát að hafa hlustað áfram. Hugljúf og vel skrifuð ástarsaga sem gæti hafa gerst í raunveruleikanum. Mjög vel lesin, röddin nær persónunni alveg uppá 10. Útidúrar stundum heldur langdregnir en oftast púslast það ágætlega inní söguþráð. Þægilegt að hlusta.
Katrín
31 maj 2021
mjög vel lesið.
anna
22 maj 2021
Mjög góð bók, skemmtilegar pælingar frábær,og lesturinn mjög góður og notalegur.
Hulda
7 juni 2021
meistaraverk 🌸 svo fallega skrifuð og vel lesin
Eyglò Magnùsdòttir
23 maj 2021
Undur falleg saga og gòður lestur / takk fyrir .
Vigdís
7 juni 2024
Vel lesin bók en langdregin á köflum
Snævar
30 maj 2024
Hún hélt mér allan tímann mjög skemmtileg saga, ástæðan fyrir því að ég hlustaði er að að mig langar að fara að sjá bíómyndina, en það vantar samt eitthvað pínu uppá.
Helga
14 okt. 2022
Dásamleg bók og vel lesin 🥰
Íslenska
Ísland