Annie er komin aftur í öruggu og leiðinlegu vinnuna sína eftir að hafa sigrast á brjóstakrabbameini. Í ládeyðunni virðist traust hjónaband hennar og Martins líka vera að molna, sérstaklega eftir að hann fór að syngja í kór með hinni óþolandi Carolu. Til að kóróna allt saman hefur besta vinkona hennar, sem ætlaði að stofna með henni nærfataverslun, líka látið sig hverfa. Vendingar verða á lífi Annie þegar hún fellur í stafi yfir gamalli Scania rútu frá sjöunda áratugnum, ákveður að gera hana að nærfataversluninni sem hana dreymdi um og leggur í hann. Á vegum úti í nærfatarútunni verður líf Annie skyndilega spennandi, og um leið og hún keyrir á fullri ferð um þjóðvegi Svíþjóðar og selur nærföt, eignast hún óvænta vini, syndir í vötnum, baðar sig í sólinni og hefur ávallt dásamlegt útsýni fram á veginn. En að lokum verður Annie að horfast í augu við dularfulla fortíð sína til að komast að því hvað hún vill fá út úr lífinu. Hvernig á hún að vita hvað hún vill ef hún veit ekki einu sinni allan sannleikann um hver hún er? Litla nærfatarútan er fyrsta bókin í nýrri ljúflestrarseríu eftir sænska höfundinn, Karin Janson. Spenntu beltið, komdu þér í kósígírinn og láttu nærfatarútuna fara með þig á nýjar slóðir.
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180843294
© 2024 Storyside (Rafbók): 9789180843300
Þýðandi: Nuanxed / Berglind Þráinsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 13 juni 2024
Rafbók: 13 juni 2024
Annie er komin aftur í öruggu og leiðinlegu vinnuna sína eftir að hafa sigrast á brjóstakrabbameini. Í ládeyðunni virðist traust hjónaband hennar og Martins líka vera að molna, sérstaklega eftir að hann fór að syngja í kór með hinni óþolandi Carolu. Til að kóróna allt saman hefur besta vinkona hennar, sem ætlaði að stofna með henni nærfataverslun, líka látið sig hverfa. Vendingar verða á lífi Annie þegar hún fellur í stafi yfir gamalli Scania rútu frá sjöunda áratugnum, ákveður að gera hana að nærfataversluninni sem hana dreymdi um og leggur í hann. Á vegum úti í nærfatarútunni verður líf Annie skyndilega spennandi, og um leið og hún keyrir á fullri ferð um þjóðvegi Svíþjóðar og selur nærföt, eignast hún óvænta vini, syndir í vötnum, baðar sig í sólinni og hefur ávallt dásamlegt útsýni fram á veginn. En að lokum verður Annie að horfast í augu við dularfulla fortíð sína til að komast að því hvað hún vill fá út úr lífinu. Hvernig á hún að vita hvað hún vill ef hún veit ekki einu sinni allan sannleikann um hver hún er? Litla nærfatarútan er fyrsta bókin í nýrri ljúflestrarseríu eftir sænska höfundinn, Karin Janson. Spenntu beltið, komdu þér í kósígírinn og láttu nærfatarútuna fara með þig á nýjar slóðir.
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180843294
© 2024 Storyside (Rafbók): 9789180843300
Þýðandi: Nuanxed / Berglind Þráinsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 13 juni 2024
Rafbók: 13 juni 2024
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 178 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Notaleg
Rómantísk
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 178
Guðný
15 juni 2024
Dásamleg og frábær lestur!
Auðbjörg
18 juni 2024
Hjartahlý og falleg bók. Mæli eindregið með henni. Og mjög vel lesin
Þórhalla
15 juni 2024
Svakalega leiðinleg 😜 Gafst upp eftir19 kafla 😝 Náði ekki nokkru sambandi við söguþráðinn sem er mjög óáhugaverður 🥺 Lestur í lagi en samt ekki 😏 Hlustun er tímasóun en það er bara mín skoðun 🧐
SIGGA SIF
18 juni 2024
Þessi bók kom mér á óvart, hélt hún væri léttmeti en gaf mér margar hugljomanir og hugleiðingar. Frábær lestur 🥰
Katrín
17 juni 2024
Mjög skemmtileg vona aðkomi fleiri bækur frá höfundi 👀👏
Helga
18 juni 2024
Bara létt og góð bók, vel lesin.
Ida
15 juni 2024
Stutt og ljúf saga. Mjög vel lesin.
Brynja Björk
24 juni 2024
Virkilega góð og vel lesin, kannast við margt þarna eftir greiningu brjóstakrabbameins
Sigurbjörg G.
18 juni 2024
Afar vel lesin ljúf saga. Yndislestur eins og hann gerist bestur. Naut þess að hlusta æ þessa bók. Vonandi verða þær fleiri. 👍
Björk
20 juni 2024
Ágæt bók og vel lesinn
Íslenska
Ísland