4.5
9 of 9
Spennusögur
Fyrir þremur árum fékk Saga Bauer póstkort sem sagði frá byssu með níu hvítum byssukúlum – þar af einni sem ætluð var Joona Linna. Á póstkortinu kom fram að Saga væri sú eina sem gæti bjargað Joona. Árin liðu og með tímanum missti hótunin brodd sinn og varð að merkingarlausri ögrun. Þar til nú.
Dularfullur poki finnst bundinn uppi í tré. Í pokanum er næstum uppleyst lík og mjólkurhvítt byssuskot finnst á morðstaðnum. Um svipað leyti tekur rándýrið að senda lögreglunni flóknar gátur en með því að ráða þær má mögulega koma í veg fyrir raðmorð. Joona Linna og Saga Bauer taka höndum saman við að leysa þrautirnar og keppast við að bjarga fórnarlömbunum áður en það verður um seinan. Morðin hrannast upp og gáturnar verða sífellt óskiljanlegri. Hver er þessi raðmorðingi og hvernig tengist hann Joona og Sögu? Hefur köngulónni tekist að flækja þau í vef sinn?
Lars Kepler er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Svíþjóðar en æsispennandi sögur hans hafa heillað lesendur víða um heim. Köngulóin er níunda bókin um finnsk-sænska lögreglumanninn Joona Linna og eltingarleik hans við illvíga glæpamenn og morðingja í Stokkhólmi.
© 2024 JPV (Hljóðbók): 9789935295620
© 2024 JPV (Rafbók): 9789935295002
Þýðandi: Hilmar Helgu- og Hilmarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 maj 2024
Rafbók: 29 maj 2024
4.5
9 of 9
Spennusögur
Fyrir þremur árum fékk Saga Bauer póstkort sem sagði frá byssu með níu hvítum byssukúlum – þar af einni sem ætluð var Joona Linna. Á póstkortinu kom fram að Saga væri sú eina sem gæti bjargað Joona. Árin liðu og með tímanum missti hótunin brodd sinn og varð að merkingarlausri ögrun. Þar til nú.
Dularfullur poki finnst bundinn uppi í tré. Í pokanum er næstum uppleyst lík og mjólkurhvítt byssuskot finnst á morðstaðnum. Um svipað leyti tekur rándýrið að senda lögreglunni flóknar gátur en með því að ráða þær má mögulega koma í veg fyrir raðmorð. Joona Linna og Saga Bauer taka höndum saman við að leysa þrautirnar og keppast við að bjarga fórnarlömbunum áður en það verður um seinan. Morðin hrannast upp og gáturnar verða sífellt óskiljanlegri. Hver er þessi raðmorðingi og hvernig tengist hann Joona og Sögu? Hefur köngulónni tekist að flækja þau í vef sinn?
Lars Kepler er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Svíþjóðar en æsispennandi sögur hans hafa heillað lesendur víða um heim. Köngulóin er níunda bókin um finnsk-sænska lögreglumanninn Joona Linna og eltingarleik hans við illvíga glæpamenn og morðingja í Stokkhólmi.
© 2024 JPV (Hljóðbók): 9789935295620
© 2024 JPV (Rafbók): 9789935295002
Þýðandi: Hilmar Helgu- og Hilmarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 maj 2024
Rafbók: 29 maj 2024
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 234 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 234
Lilja Hafdís
31 maj 2024
Þessi er í toppsæti hjá mér 🤩🏆🏆🏆
Erna Bjargey
5 juni 2024
Mjög spennand en stundum full langdregin. Lesturinn algjörlega frábær að venju 😊
Helga
30 maj 2024
Óhugnaleg bók. Ég kláraði hana samt því hún var mjög spennandi og vel lesin. Er að spá í höfundinn. Hvernig er hægt að finna uppá svo óhunanlegum söguþræði 🤪
♥️⚘️Þórey
6 juni 2024
Svakalega góð bók og lesari alltaf góður
Uh
24 juni 2024
Best
eva
23 juni 2024
Mjög spennandi, en heldur löng. Frábær lestur
Ida
5 juni 2024
Enn ein snilldin frá Keppler í frábærum upplestri Kristjáns, en hann verður sífellt betri og virðist taka gagnrýni vel.
Símon Hrafn
8 juni 2024
Góð, mæli með
Laufey
12 juni 2024
Keppler stendur fyrir sínu í þessari sögu. Frábær lestur Kristjáns skemmir ekki fyrir.
Hrefna
3 juni 2024
Vel lesin
Íslenska
Ísland