3.9
1 of 1
Glæpasögur
Í Norður-Devon á Englandi, þar sem tvö fljót sameinast á leið í hafið, stendur rannsóknarlögreglumaðurinn Matthew Venn fyrir utan kirkjuna þar sem útför föður hans fer fram. Daginn sem Matthew yfirgaf trúarsöfnuðinn sem hann ólst upp í missti hann fjölskyldu sína líka. Í sama mund og hann gengur burt frá kirkjunni hringir síminn. Lík hefur fundist á ströndinni í nágrenninu. Maður með húðflúraða mynd af stórum sjófugli á hálsinum hefur verið stunginn til bana. Matthew er falin rannsókn málsins. Þar með hverfur hann óvænt á vit fortíðar sinnar. Banvæn leyndarmál opinberast og hið nýja líf Matthews rekst óþyrmilega á veröld sem hann taldi sig hafa snúið baki við. „Stórsnjöll, íhugul og afar grípandi.“ – New York Times „Sem mikill aðdáandi Veru- og Shetland-bókanna hafði ég miklar væntingar til nýju seríunnar. Fuglinn í fjörunni fer langt fram úr þeim væntingum. Söguhetjan Mathew Venn slær í gegn. Frábær byrjun á nýrri glæpaseríu eftir Cleeves“ – Metsöluhöfundurinn David Baldacci „Cleeves er ... hin nýja drottning sakamálasagnanna.“ – Sunday Mirror Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjana Jimmy Perez (Shetland) og Veru Stanhope hafa slegið í gegn um heim allan. Í Fuglinum í fjörunni kynnir Cleeves til sögunnar nýja söguhetju, Matthew Venn, sem hefur líka slegið í gegn jafnt á prenti sem sjónvarpsþáttum.
© 2024 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935219480
Þýðandi: Friðrika Benónýsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 21 juni 2024
3.9
1 of 1
Glæpasögur
Í Norður-Devon á Englandi, þar sem tvö fljót sameinast á leið í hafið, stendur rannsóknarlögreglumaðurinn Matthew Venn fyrir utan kirkjuna þar sem útför föður hans fer fram. Daginn sem Matthew yfirgaf trúarsöfnuðinn sem hann ólst upp í missti hann fjölskyldu sína líka. Í sama mund og hann gengur burt frá kirkjunni hringir síminn. Lík hefur fundist á ströndinni í nágrenninu. Maður með húðflúraða mynd af stórum sjófugli á hálsinum hefur verið stunginn til bana. Matthew er falin rannsókn málsins. Þar með hverfur hann óvænt á vit fortíðar sinnar. Banvæn leyndarmál opinberast og hið nýja líf Matthews rekst óþyrmilega á veröld sem hann taldi sig hafa snúið baki við. „Stórsnjöll, íhugul og afar grípandi.“ – New York Times „Sem mikill aðdáandi Veru- og Shetland-bókanna hafði ég miklar væntingar til nýju seríunnar. Fuglinn í fjörunni fer langt fram úr þeim væntingum. Söguhetjan Mathew Venn slær í gegn. Frábær byrjun á nýrri glæpaseríu eftir Cleeves“ – Metsöluhöfundurinn David Baldacci „Cleeves er ... hin nýja drottning sakamálasagnanna.“ – Sunday Mirror Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjana Jimmy Perez (Shetland) og Veru Stanhope hafa slegið í gegn um heim allan. Í Fuglinum í fjörunni kynnir Cleeves til sögunnar nýja söguhetju, Matthew Venn, sem hefur líka slegið í gegn jafnt á prenti sem sjónvarpsþáttum.
© 2024 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935219480
Þýðandi: Friðrika Benónýsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 21 juni 2024
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 82 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Sorgleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 9 af 82
Jona Lisa
24 juni 2024
Anne Cleeves bregst ekki!
Oddbjörg
25 juni 2024
Ekki besta bók höfundar en ágætlega lesin
Gudrun
29 juni 2024
Frábær saga, ágætlega þýdd og einstaklega vel lesin. Í
Erna Bjargey
24 juni 2024
Ágætis afþreying, óþarflega ítarlegar upplýsingar á köflum. Vel lesin.
Óðinn
3 juli 2024
Baba
Jóhanna
3 juli 2024
Hörkuspennandi bók. Góður lestur.
Auður
24 juni 2024
Frekar ruglingsleg og eiginlega leiðinleg. Svo ólík öðrum bókum Ann Cleeves. Hlustaði áfram bara vegna lesarans Jóhanns Sigurðarsonar😢Hafi hann þökk fyrir lesturinn á þessari leiðinlegu bók😪
Kristín
1 juli 2024
Skemmtileg, spennandi og vel lesin.
Stefanía
26 juni 2024
Ágæt en dálítið langdregin
Íslenska
Ísland