4.2
Skáldsögur
Ból er eldheit og grípandi átakasaga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, listilega stíluð og byggð svo úr verður magnað og margbrotið skáldverk.
Líneik Hjálmsdóttur – LínLín – er ekki fisjað saman. Hún hefur stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik þrátt fyrir sáran missi og þung áföll. En nú er komið að ögurstund. Náttúran fer hamförum rétt við sælureitinn hennar í sveitinni, hjartastaðinn sem foreldrarnir byggðu upp og ræktuðu. Einbeitt heldur hún til móts við ógnina sem engu eirir – og fortíðina um leið: minningarnar, ástina, leyndarmálin og sorgirnar stóru.
Steinunn Sigurðardóttir hefur skrifað fjölda óviðjafnanlegra verka sem hafa notið verðskuldaðra vinsælda. Skörp sýn hennar á mannlega náttúru, beitt skopskyn og leiftrandi stíll heilla lesendur og ný skáldsaga frá henni sætir ávallt tíðindum. Steinunn Sigurðardóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023 í flokki skáldsagna fyrir Ból en voru það önnur verðlaun Steinunnar í þeim flokki.
© 2024 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979351689
© 2024 Mál og menning (Rafbók): 9789979351498
Útgáfudagur
Hljóðbók: 17 juni 2024
Rafbók: 17 juni 2024
4.2
Skáldsögur
Ból er eldheit og grípandi átakasaga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, listilega stíluð og byggð svo úr verður magnað og margbrotið skáldverk.
Líneik Hjálmsdóttur – LínLín – er ekki fisjað saman. Hún hefur stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik þrátt fyrir sáran missi og þung áföll. En nú er komið að ögurstund. Náttúran fer hamförum rétt við sælureitinn hennar í sveitinni, hjartastaðinn sem foreldrarnir byggðu upp og ræktuðu. Einbeitt heldur hún til móts við ógnina sem engu eirir – og fortíðina um leið: minningarnar, ástina, leyndarmálin og sorgirnar stóru.
Steinunn Sigurðardóttir hefur skrifað fjölda óviðjafnanlegra verka sem hafa notið verðskuldaðra vinsælda. Skörp sýn hennar á mannlega náttúru, beitt skopskyn og leiftrandi stíll heilla lesendur og ný skáldsaga frá henni sætir ávallt tíðindum. Steinunn Sigurðardóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023 í flokki skáldsagna fyrir Ból en voru það önnur verðlaun Steinunnar í þeim flokki.
© 2024 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979351689
© 2024 Mál og menning (Rafbók): 9789979351498
Útgáfudagur
Hljóðbók: 17 juni 2024
Rafbók: 17 juni 2024
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 58 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Sorgleg
Hugvekjandi
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 58
Helga
19 juni 2024
Mjög góð bók og vel lesin. Mér finnast bækur Steinunnar allar góðar en sumar betri eins og þessi.
Halldóra
19 juni 2024
Yndisleg og lestur frábær
Anna Sigríður
18 juni 2024
Yndisleg bók málfarið einstaklega hrífandi
Helga
18 juni 2024
Góð og vōnduð skrif táknræn 🤩😍
Jóna Björg
18 juni 2024
Þvílík hörmung, ég botnaði ekkért í þessari sögu
Oddbjörg
21 juni 2024
Einstaklega ljúf saga og vel lesin
Guðrún
30 juni 2024
Yndislestur eins og hann gerist bestur
Hildur
1 juli 2024
Þvílíkt góð 💚
Ásdís
19 juni 2024
uppskrúfuð og tilgerðarleg
Halla Signý
26 juni 2024
Afskaplega góð
Íslenska
Ísland