3.9
Glæpasögur
Frá því að hlaðvarpið Flæðarmál sló í gegn hefur Sóley verið á höttunum eftir nýju efni til að fjalla um. Dag einn hefur ung kona samband og biður hana að rannsaka andlát litla bróður síns. Hún heldur því fram að móðir þeirra hafi ráðið honum bana. Það eina sem unga konan hefur í höndunum eru dagbækur móður sinnar frá níunda og tíunda áratugnum. Nú reynir á Sóleyju að komast að sannleikanum. En málið er flóknara en virðist við fyrstu sýn. Er ungu konunni treystandi? Hvað býr að baki ásökunum hennar? Hvað gæti hafa fengið móður til að skaða eigið barn? Ég elska þig meira en salt er þriðja skáldsagan eftir Sjöfn Asare, er grípandi og nútímalegur sálfræðitryllir sem heldur hlustendum spenntum fram á síðustu mínútu. Fyrsta skáldsaga Sjafnar, Flæðarmál, bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Storytel árið 2020. Henni fylgdi hún eftir með bókinni Það sem þú þráir sem hlaut mikið lof og verðskuldaða athygli.
© 2024 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180672948
© 2024 Storytel Original (Rafbók): 9789180672955
Útgáfudagur
Hljóðbók: 23 april 2024
Rafbók: 23 april 2024
3.9
Glæpasögur
Frá því að hlaðvarpið Flæðarmál sló í gegn hefur Sóley verið á höttunum eftir nýju efni til að fjalla um. Dag einn hefur ung kona samband og biður hana að rannsaka andlát litla bróður síns. Hún heldur því fram að móðir þeirra hafi ráðið honum bana. Það eina sem unga konan hefur í höndunum eru dagbækur móður sinnar frá níunda og tíunda áratugnum. Nú reynir á Sóleyju að komast að sannleikanum. En málið er flóknara en virðist við fyrstu sýn. Er ungu konunni treystandi? Hvað býr að baki ásökunum hennar? Hvað gæti hafa fengið móður til að skaða eigið barn? Ég elska þig meira en salt er þriðja skáldsagan eftir Sjöfn Asare, er grípandi og nútímalegur sálfræðitryllir sem heldur hlustendum spenntum fram á síðustu mínútu. Fyrsta skáldsaga Sjafnar, Flæðarmál, bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Storytel árið 2020. Henni fylgdi hún eftir með bókinni Það sem þú þráir sem hlaut mikið lof og verðskuldaða athygli.
© 2024 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180672948
© 2024 Storytel Original (Rafbók): 9789180672955
Útgáfudagur
Hljóðbók: 23 april 2024
Rafbók: 23 april 2024
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 358 stjörnugjöfum
Ófyrirsjáanleg
Sorgleg
Spennandi
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 358
Ida
26 apr. 2024
Mjög óvenjuleg glæpasaga, en frábær. Upplestur líka frábær.
Linda Linnet
24 apr. 2024
Það var erfitt að lesa þessa bók. Hún er óhugnanleg og sorgleg. En um leið mjög góð.
Lilja Hafdís
24 apr. 2024
Takk 🤩
Rakel Tanja
10 maj 2024
Mjög spennandi, vel lesin og sögupersónur áhugaverðar. Vonast til að geta hlustað á fleiri bækur um vinnslu Flæðarmáls!
Guðný
24 apr. 2024
Þvílíkt snubbóttur endir! Leið eins og það vantaði að leysa alla þræðina 😵💫
Unnur
24 apr. 2024
Vel lesin bók en ruglingsleg og mér fannst vanta endirinn.
Hanna Dóra
25 apr. 2024
Fín bók. Mæli með . Lestur mjög góður..
Vilborg
28 apr. 2024
Góð bók. Spennandi og ég beið alltaf eftir hvað kæmi fram í næsta kafla. Persónusköpun góð. Uppsetningin, þ.e. hvernig köflunum góð. Góður lestur.
Brynhildur
1 maj 2024
Spennandi, vel skrifuð og óvæntur söguþráður. Smá ruglingsleg í lokin, en annars hélt hún alveg 👍Mjög vel lesin
Sigríður
29 apr. 2024
Svakaleg bók. Var næstum hætt af hryllingi strax í byrjun en varð svo að vita meira. Lestur afbragðs góður.
Íslenska
Ísland